Tveir kjarasamningar FA við iðnaðarmenn innan Rafiðnaðarsambands Íslands hafa verið samþykktir og gilda því frá 1. febrúar sl.
Stjórn FA samþykkti samningana fyrir sitt leyti á fundi sl. þriðjudag. Í dag lauk kosningu um kjarasamningana. Samningur við RSÍ vegna rafiðnaðarmanna var samþykktur með tæplega 74% atkvæða, en kjörsókn var 34,6%. Samningur FA og SÍA við Grafíu, aðildarfélag RSÍ, vegna grafískra hönnuða var samþykktur með 85% atkvæða en kjörsókn var 29,4%.
Báðir samningar eru aðgengilegir undir flipanum „kjaramál“ hér á vefnum. Nú hefst vinna við uppfærslu aðalkjarasamninga með áorðnum breytingum.