Aðalfundur FA 27. febrúar – skráning hér

13.02.2025

Aðalfundur Félags atvinnurekenda fer fram á Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún kl. 14 fimmtudaginn 27. febrúar næstkomandi.


Dagskráin er eftirfarandi, skv. lögum FA: 
1. Skýrsla stjórnar um starf félagsins árið 2024.
2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
3. Fjárhagsáætlun og tillaga um félagsgjöld lögð fram til samþykktar.
4. Tillaga stjórnar um breytingar á lögum félagsins.

5. Kjör formanns FA
6. Kjör tveggja meðstjórnenda í stjórn félagsins.
7. Kjör skoðunarmanns.
8. Kjör þriggja manna í kjararáð félagsins.


Stjórnarkjör
Að þessu sinni skal kjósa formann og tvo meðstjórnendur í stjórn félagsins til tveggja ára. Framboðsfrestur rann út í dag. Guðrún Ragna Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Atlantsolíu lætur á aðalfundinum af embætti formanns eftir fjögurra ára starf, en það er hámarkstími samkvæmt lögum félagsins.

Eftirfarandi framboð bárust

Til formanns:

  • Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar.

Í sæti meðstjórnenda:

  • Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar & co. og Eldvarnamiðstöðvarinnar
  • Lilja Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfjasviðs Icepharma, en hún gaf kost á sér til endurkjörs.

Þetta þýðir að formaður og meðstjórnendur verða sjálfkjörnir.

Á síðasta aðalfundi voru kjörin í stjórn til tveggja ára og sitja því áfram í stjórn:

  • Anna Kristín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður og eigandi í Hvíta húsinu, varaformaður FA.
  • Guðmundur R. Sigtryggsson, framkvæmdastjóri XCO.
  • Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Innness.

Lagabreytingar
Fyrir liggur tillaga frá stjórn félagsins um að breyta heimilisfangi félagsins í fyrstu grein laga þess, en FA hefur flutt aðsetur sitt úr Húsi verzlunarinnar í Skeifuna 11.

Skráning
Skráning á aðalfundinn fer fram hér að neðan. Við minnum jafnframt á opinn fund, Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? sem fer fram í beinu framhaldi af aðalfundinum, kl. 15. Hér er hægt að skrá sig á þann fund. Að loknum fundunum verður móttaka með léttum veitingum í boði FA.

Skráning á aðalfund FA 2025 (#39)

Nýjar fréttir

Innskráning