FA, ásamt VR og Neytendasamtökunum, hélt áfram að þrýsta á breytingar til að greiða fyrir aukinni samkeppni í skipaflutningum. Samtökin funduðu meðal annars með borgarráði Reykjavíkur og Faxaflóahöfnum um breytingar á fyrirkomulagi í Sundahöfn.
Í skýrslu, sem unnin var fyrir samtökin, var reiknað út að tjón samfélagsins vegna samráðs stóru skipafélaganna tveggja hefði numið um 62 milljörðum króna. Talsmenn Eimskips rengdu niðurstöðurnar, en gátu ekki svarað því hvað samráðsbrotin, sem þeir hafa játað á sig, hafi þá í raun kostað fyrirtæki og neytendur í landinu.