Aðalfundur FA í dag og ársskýrslan komin á vefinn

27.02.2025

Aðalfundur Félags atvinnurekenda er haldinn í dag og ársskýrsla félagsins fyrir 2024 er komin út hér á vefnum. Þar má m.a. sjá yfirlit um það sem hæst bar á árinu, stutt viðtöl við félagsmenn og fleira.

FA tók stóra slagi á árinu, m.a. um aukna samkeppni í skipaflutningum og spillingu og fúsk á Alþingi við breytingu á búvörulögum. Í þeim málum, eins og flestum öðrum viðfangsefnum ársins, var markmiðið að efla frjáls viðskipti og samkeppni, til hagsbóta fyrir félagsmenn og almenning á Íslandi. FA hélt fjölda funda, ráðstefna og námskeiða, eitt eða í samstarfi við aðra. Félagið var að vanda áberandi í fjölmiðlum og beitti sér sérstaklega fyrir því að setja hagsmunamál félagsmanna á dagskrá fyrir þingkosningarnar í lok nóvember. Félagsmenn hafa aldrei lýst meiri ánægju með starf félagsins. 

Ársskýrsla FA 2024

Nýjar fréttir

Innskráning