Næsta örnámskeið: Félagsmannavefur FA

05.05.2025

Næsta örnámskeið FA á Teams fjallar um félagsmannavef FA og verður haldið kl. 10 fimmtudaginn 8. maí. Leiðbeinandinn er Lárus Óskarsson, vefhönnuður og kerfisstjóri hjá Íslandsvefjum. Hann mun kenna félagsmönnum á innri vefinn, m.a. hvernig má nálgast upptökur og glærukynningar frá eldri námskeiðum og fundum FA og breyta upplýsingum um eigið fyrirtæki. 

Félagsmannavefurinn er innri vefur sem er opinn félagsmönnum eingöngu. Nálgast má vefinn með því að smella á litlu manneskjuna efst til hægri á vefnum okkar, atvinnurekendur.is, og slá svo inn netfang og lykilorð. Lykilorð hafa verið send út áður, en allir á póstlista FA fá sent nýtt lykilorð síðar í vikunni, áður en námskeiðið er haldið. 

Örnámskeiðið er haldið á Teams og er skráning hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá sendan hlekk til þátttöku í tíma. Eins og vanalega er námskeiðið aðeins hálftími, 20 mínútna fyrirlestur og 10 mínútur fara í spurningar og svör.

Skráning á námskeið: Félagsmannavefur FA 8. maí

Nýjar fréttir

Innskráning