Ásdís Eir Guðmundsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin til starfa hjá Félagi atvinnurekenda, í afleysingum fyrir Birtu Sif Arnardóttur, sem verður í fæðingarorlofi fram í mars á næsta ári. Ásdís hefur hafið störf.
Ásdís er 32 ára. Hún lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2024. Hún hefur áður starfað sem lögfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Fly Play og Lögmönnum Lækjargötu.
FA býður Ásdísi velkomna til starfa.