Veikindi og vinnumarkaður – opinn fundur 26. febrúar

27.01.2026

Opinn fundur um veikindaréttindi og samspil milli vinnumarkaðar og heilbrigðisþjónustu 26. febrúar kl. 15

Veikindafjarvistir frá vinnu hafa verið til umræðu að undanförnu en réttur til launa í veikindum er samofinn íslenskum vinnumarkaði. Atvinnurekendur hafa lýst áhyggjum af umfangi veikindafjarvista og sprottið hefur upp umræða um samspil vinnumarkaðar og heilbrigðisþjónustu. Á opnum fundi Félags atvinnurekenda fimmtudaginn 26. febrúar næstkomandi verður fjallað um þessa þætti og velt upp spurningum á borð við þessar: Hvað geta atvinnurekendur gert til að draga úr veikindafjarvistum? Hvernig er hægt að bregðast við mögulegri misnotkun á veikindarétti? Hvenær á að kalla eftir veikindavottorðum og hvaða áhrif hefur umfang veikindavottorða á heilbrigðisþjónustuna? Hvernig geta atvinnurekendur, stéttarfélög og heilbrigðiskerfið stutt við launafólk og er mögulegt að koma í veg fyrir langtímaveikindi í meira mæli en nú er?

Fundurinn er haldinn kl. 15 á Grand Hótel Reykjavík, í tengslum við aðalfund FA. Dagskráin er eftirfarandi:

15.00   Anna Kristín Kristjánsdóttir, varaformaður FA, setur fundinn
15.05   Ragnar Þór Ingólfsson, félags- og húsnæðismálaráðherra:
           Ávarp
15.15   Gunnar Ármannsson, stjórnarmaður og lögmaður:
            Hverjar eru áskoranirnar varðandi nýtingu veikindaréttar og er unnt að breyta þeim?
15.30   Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor í mannauðsstjórnun:
            Veikindi og fjarvistir starfsfólks: hlutverk mannauðsstjórnunar í forvörnum og stuðningi
15.45   Halla Gunnarsdóttir, formaður VR:
            Traust, virðing og samvinna: samskipti launafólks og atvinnurekenda þegar heilsan brestur
16.00   Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins:
            Vinnum saman – Minnkum fjarvistir, fækkum vottorðum
16.15   Bjarni Kristjánsson, þjónustustjóri hjá Visku stéttarfélagi:
            Aftur til starfa eftir veikindi eða slys
16.30   Pallborðsumræður með þátttöku frummælenda
17.15   Fundarlok og léttar veitingar

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA

Fundurinn er öllum opinn en skráning nauðsynleg hér að neðan.

Veikindi og vinnumarkaður – opinn fundur 26. febrúar – skráning

Nýjar fréttir

Innskráning