Ábendingar vegna afnáms vörugjalds

02.01.2015

Um áramótin tóku gildi tvær breytingar á álagningu neysluskatta; annars vegar var stigið skref í samræmingu skattþrepa virðisaukaskatts og hins vegar voru vörugjöld afnumin.

Félag atvinnurekenda fagnar þessum breytingum og tekur undir hvatningu Alþýðusambandsins og annarra til neytenda að fylgjast vel með verðbreytingum sem verða vegna þessara skattabreytinga.

FA vill þó hvetja neytendur til að hafa tvennt í huga þegar verðbreytingar um áramót eru skoðaðar. 

Annars vegar hafa margir innflytjendur og seljendur heimilis- og raftækja þegar lækkað verð þeirra til samræmis við afnám vörugjaldanna. Þetta töldu mörg fyrirtæki sig verða að gera strax í september þegar frumvarp um afnám vörugjalda kom fram á Alþingi, einfaldlega til að tryggja sölu það sem eftir lifði árs. Ella hefðu verið líkur á að margir hefðu frestað kaupum á raftækjum fram yfir áramót. Þessi fyrirtæki hafa þannig tekið vörugjaldið á sig í nokkra mánuði og tryggt að neytendur nutu verðlækkunarinnar fyrr en ella, eins og sést glöggt í tölum Hagstofunnar.

Hins vegar hefur FA bent á að ekki var fallist á tillögur félagsins um að innflytjendur fengju endurgreitt vörugjald sem þeir hafa þegar greitt til ríkissjóðs af vörum sem þeir eiga óseldar á lager um áramót. Vegna þessa getur áhrifa vörugjalds gætt áfram í verði ýmissa vara nokkrar vikur fram á nýja árið og verðlækkunin til neytenda frestast sem því nemur.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning