Aðalfundur FA verður haldinn í dag kl. 14 með fjarfundafyrirkomulagi vegna samkomutakmarkana. Ársskýrsla félagsins hefur verið birt – eins og undanfarin ár er hún ekki gefin út á pappír heldur er hún undirvefur hér á vefnum, þar sem hægt er að skoða viðburði í starfi félagsins árið 2020 bæði í tímaröð og eftir málefnum.
Þá eru í ársskýrslunni stutt viðtöl við félagsmenn sem svara spurningunni „hvað græðir þitt fyrirtæki á aðild að FA?“. Eitt slíkt er hér að neðan.
Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á starf Félags atvinnurekenda á árinu 2020 og var það að mörgu leyti með óhefðbundnu sniði. Fjarfundir urðu þannig helsta samskiptaform stjórnar, starfsmanna og félagsmanna. Félagið beitti sér engu að síður af afli í hagsmunamálum aðildarfyrirtækjanna.