Aðalfundur FA í dag og ársskýrslan birt

14.02.2019
Frá afmælisráðstefnu FA í Gamla bíói í maí 2018.

Aðalfundur Félags atvinnurekenda verður haldinn í dag kl. 16.30 á Nauthóli. Á dagskrá er meðal annars kjör stjórnar. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, er einn í kjöri til formennsku í félaginu en hann gefur kost á sér til endurkjörs til tveggja ára. Í fjögur sæti meðstjórnenda sem nú er kosið um hafa borist eftirfarandi fimm framboð:

Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Bako-Ísberg og stjórnarmaður hjá Skakkaturni hf. (Apple á Íslandi)

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi í Aflvélum, Burstagerðinni og Spodriba

Guðmundur R. Sigtryggsson, framkvæmdastjóri XCO ehf.

Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu ehf.

Þórdís Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Actavis Pharmaceuticals Iceland ehf / Sölu- og markaðseiningar Actavis á Íslandi

Þá hefur ársskýrsla félagsins fyrir afmælisárið 2018 verið birt hér á vefnum. Þar er hægt að skoða í tímaröð fréttir af félaginu á árinu og jafnframt skoða yfirlit um þau málefni sem FA beitti sér fyrir, auk umsagna um þingmál, myndbandsviðtala við félagsmenn um ávinning af FA-aðild og fleira efnis.

Ársskýrsla FA 2018

 

Nýjar fréttir

Innskráning