Aðalfundur FA haldinn á netinu 10. febrúar

28.01.2022

Aðalfundur Félags atvinnurekenda verður haldinn með fjarfundarforritinu Zoom kl. 16.00 fimmtudaginn 10. febrúar næstkomandi. Stjórn félagsins ákvað að halda fundinn með fjarfundarfyrirkomulagi, þar sem fastlega má gera ráð fyrir að enn verði í gildi samkomutakmarkanir. Félagsmenn geta skráð sig á fundinn hér að neðan og fá þá sendan hlekk til að taka þátt, í tæka tíð fyrir fund.

Dagskrá fundarins, samkvæmt lögum félagsins, er eftirfarandi:

  • Skýrsla stjórnar um starf félagsins árið 2021.
  • Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
  • Fjárhagsáætlun og tillaga um félagsgjöld lögð fram til samþykktar.
  • Lagabreytingar eða önnur mál.
  • Kjör þriggja meðstjórnenda í stjórn félagsins.
  • Kjör í kjararáð til þriggja ára.

Engar tillögur til lagabreytinga eða um önnur mál til að taka upp á fundinum bárust stjórn félagsins fyrir tilskilinn frest.

Kjósa skal þrjá meðstjórnendur til tveggja ára. Þrjú framboð bárust, öll frá núverandi stjórnarmönnum:

  • Anna Kristín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður og eigandi í Hvíta húsinu, varaformaður FA.
  • Guðmundur R. Sigtryggsson, framkvæmdastjóri XCO.
  • Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Innness.

Á undan aðalfundinum verður haldinn opinn fundur, „Gerjun á áfengismarkaði“, sem verður í beinu streymi á Facebook-síðu félagsins og á YouTube. Sá fundur hefst kl. 14.

Nýjar fréttir

11. september 2024

Innskráning