Aðalfundur Félags atvinnurekenda verður haldinn með fjarfundarforritinu Zoom kl. 15.30 fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi. Stjórn félagsins ákvað að halda fundinn með fjarfundarfyrirkomulagi, þar sem enn verða í gildi samkomutakmarkanir. Félagsmenn geta skráð sig á fundinn hér að neðan og fá þá sendan hlekk til að taka þátt, í tæka tíð fyrir fund.
Dagskrá fundarins, samkvæmt lögum félagsins, er eftirfarandi:
- Skýrsla stjórnar um starf félagsins árið 2020.
- Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
- Fjárhagsáætlun og tillaga um félagsgjöld lögð fram til samþykktar.
- Lagabreytingar eða önnur mál.
- Kjör formanns og þriggja meðstjórnenda í stjórn félagsins.
Engar tillögur til lagabreytinga eða um önnur mál til að taka upp á fundinum bárust stjórn félagsins fyrir tilskilinn frest.
Kjósa skal formann félagsins, tvo meðstjórnendur til tveggja ára og einn til eins árs. Áfram sitja í stjórn, kjörin á aðalfundi 2020, þau Anna Kristín Kristjánsdóttir, eigandi og stjórnarmaður í Hvíta húsinu, og Guðmundur R. Sigtryggsson, framkvæmdastjóri XCO.
Eitt framboð barst til formanns félagsins, en framboðsfrestur rann út kl. 12 í dag. Guðrún Ragna Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Atlantsolíu, sem setið hefur í stjórn undanfarin tvö ár, gefur kost á sér.
- Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi í Aflvélum, Burstagerðinni og Spodriba, gefur kost á sér til endurkjörs til tveggja ára.
- Lilja Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri LYFIS/apótekasviðs Icepharma, gefur kost á sér til tveggja ára.
- Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Innness, gefur kost á sér til eins árs.