Aðalfundur FA

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Aðalfundur FA var haldinn 11. febrúar. Á undan fundinum var að venju haldinn opinn fundur, að þessu sinni undir yfirskriftinni „leiðtoginn í atvinnulífinu“. Frummælendur voru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu og Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs. Þá fór Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins yfir stöðuna á tillögum FA undir merkjum Falda aflsins.

Fundurinn var sendur út beint á síðu FA og á Vísi. Erindi Lagerbäcks hlaut mikla athygli og umfjöllun og þóttust margir stjórnendur sem sóttu fundinn geta lært ýmislegt af þjálfaranum.

Ný stjórn FA var kjörin á aðalfundinum og var Birgir Bjarnason endurkjörinn formaður til tveggja ára.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Bjarni Benediktsson: Skattaafsláttur vegna fjárfestingar í nýsköpun í undirbúningi

Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á opnum fundi FA í dag, „leiðtoginn í atvinnulífinu“, að í smíðum væri frumvarp um skattaívilnanir til handa einstaklingum, sem keyptu hlutabréf í nýsköpunarfyrirtækjum.

„Það er ekki alveg einfalt verkefni að skilgreina nákvæmlega hvað eru nýsköpunarfyrirtæki í þessu samhengi, en að því er unnið að útfæra reglurnar þannig að að séu skýrir hvatar til að styðja við nýsköpun, meðal annars með skattaaafslætti með þessum hætti,“ sagði Bjarni.

Hann sagði að stjórnvalda biðu fjölmörg verkefni sem miðuðu að því að leiðtoginn í atvinnulífinu gæti náð þeim markmiðum sem hann stefndi að. „Að stjórnvöld styðji við framtakssemi, styðji við þá sem eru tilbúnir að leggja á sig vinnu og hafa fjármagn til að hrinda hugmyndum í framkvæmd, en séu ekki sjálfstæð hindrun í vegi þess fólks,“ sagði Bjarni.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ný stjórn Félags atvinnurekenda

Ný stjórn FA. Fremri röð: Anna Svava, Birgir og Guðný Rósa. Aftari röð: Bjarni, Magnús Óli og Hannes Jón.
Ný stjórn FA. Fremri röð: Anna Svava, Birgir og Guðný Rósa. Aftari röð: Bjarni, Magnús Óli og Hannes Jón.

Ný stjórn Félags atvinnurekenda var kjörin á aðalfundi félagsins í gær.

Birgir S. Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar, var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára. Þá voru tveir aðrir stjórnarmenn endurkjörnir til tveggja ára, þau Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri Parlogis, og Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Epli.is – Skakkaturns.

Nýr stjórnarmaður var kjörinn til eins árs, Hannes Jón Helgason framkvæmdastjóri Reykjafells. Hann kemur í stað Halldórs Haraldssonar, framkvæmdastjóra Smith og Norland, sem kjörinn var til tveggja ára á síðasta aðalfundi en óskaði eftir að hætta stjórnarsetu.

Auk þessara fjögurra sitja í stjórn í ár til viðbótar þau Anna Svava Sverrisdóttir, fjármálastjóri hjá Pipar TBWA, og Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, en þau voru kjörin til tveggja ára á aðalfundi 2014.

Nánari upplýsingar um stjórn FA[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Erindi frá opnum fundi FA

Erindin frá opnum fundi Félags atvinnurekenda, sem haldinn var á Nauthóli í gær, eru nú aðgengileg hér á vefnum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Myndir frá aðalfundi FA

Frá fundi FAFélag atvinnurekenda hélt í gær aðalfund sinn og jafnframt vel sóttan opinn fund undir yfirskriftinni „Leiðtoginn í atvinnulífinu“. Hér má sjá myndir frá fundunum. Skoða myndir frá fundinum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]