Aðalfundur Íslensk-indverska viðskiptaráðsins

06.06.2016

Logo IIVAðalfundur Íslensk-indverska viðskiptaráðsins (ÍIV) verður haldinn 15. júní næstkomandi kl. 10 í húsakynnum Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Dagskráin er eftirfarandi:

1. Bala Kamallakharan, formaður ÍIV, setur fundinn.

2. Rajiv Kumar Nagpal, sendiherra Indlands á Íslandi: India and Iceland – mutual business opportunities

3. Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs WOW Air: Að taka skrefið og þora – Starfsemi WOW Air á Indlandi.

4. Hefðbundin aðalfundarstörf:

Skýrsla stjórnar
Ársreikningar
Skýrsla endurskoðenda
Lausn stjórnar
Val stjórnar til tveggja ára
Val endurskoðanda
Ákvörðun félagsgjalds

Íslensk-indverska viðskiptaráðið var stofnað 2005 og hefur að markmiði að efla verslunar- og viðskiptasambönd milli Indlands og Íslands. Ennfremur er það vettvangur til skoðana- og upplýsingaskipta milli viðskiptaaðila og ríkisstjórna beggja landa. 

Undanfarið starfsár hafa verið tveir viðburðir á vegum ráðsins. Í júlí var haldinn morgunverðarfundur um viðskiptatækifæri á Indlandi og í september var tekið á móti hópi um 50 indverskra athafnakvenna í Íslandsheimsókn. Vilji er til þess af hálfu stjórnar ÍIV og FA að efla starf ráðsins og er nú unnið að því að fjölga aðildarfyrirtækjum.

Engilbert Hafsteinsson
Engilbert Hafsteinsson
rajiv kumar nagpal
Rajiv Kumar Nagpal
Bala Kamallakharan
Bala Kamallakharan

Skráning á fundinn hér að neðan.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning