Aðventuboð FA 8. desember

01.12.2016

AdventustundÁrlegt aðventuboð Félags atvinnurekenda verður haldið kl. 17-19 fimmtudaginn 8. desember í húsakynnum félagsins í Húsi verslunarinnar, 9. hæð.

Dagskráin er eftirfarandi:

Ásdís Halla Bragadóttir athafnakona og rithöfundur ræðir um bók sína, Tvísögu. Bókin hefur vakið mikla athygli, en þar segir Ásdís frá dramatískri fjölskyldusögu sinni. 

Söngkonan Kristín Birna Óðinsdóttir flytur nokkur jólalög. 

Aðventuboðið er gott tækifæri fyrir félagsmenn að hittast og njóta góðra veitinga í góðum hópi forsvarsmanna annarra aðildarfyrirtækja. Vinsamlega skráið þátttöku hér neðar á síðunni.

Asdis Halla Bragadottir Tvisaga-frontur-500x757Kristin Birna Odinsdottir

Nýjar fréttir

Innskráning