Ætla áfram að innheimta ólögmætt gjald

01.06.2015
Innfluttar skinkur
Innfluttar búvörur gætu lækkað í verði um tugi prósenta, verði útboðsgjaldið aflagt.

Atvinnuvegaráðuneytið heldur til streitu ólögmætu fyrirkomulagi á úthlutun tollkvóta fyrir búvörur og hyggst áfram innheimta útboðsgjald, sem dæmt hefur verið ólögmætt og andstætt stjórnarskrá.

Ráðuneytið auglýsti í síðustu viku svokallaðan WTO-tollkvóta á búvörum fyrir tímabilið 1. júlí 2015-31. júní 2016. Innflutningsfyrirtæki geta sótt um að fá að flytja inn takmarkað magn búvara á lægri tollum. Í auglýsingu ráðuneytisins um tollkvótana kemur fram að ætlunin sé að viðhafa áfram uppboð á kvótunum og innheimta útboðsgjald. Slíkt fyrirkomulag hefur Héraðsdómur Reykjavíkur hins vegar dæmt ólögmætt og andstætt stjórnarskránni.

Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús Óli Ólafsson, stjórnarmaður í Félagi atvinnurekenda og forstjóri Innness, eins þriggja fyrirtækja sem í hlut áttu er útboðsgjaldið var dæmt ólögmætt, sagði þar að fyrirtækin myndu ekki una þessari niðurstöðu.

Auglýsing atvinnuvegaráðuneytisins

Umfjöllun á Vísi

 

Nýjar fréttir

Innskráning