Afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta tímabærar og nauðsynlegar aðgerðir

29.08.2014

Stjórn Félags atvinnurekenda sá ástæðu til þess í júlímánuði að fagna sérstaklega yfirlýsingum fjármálaráðherra þess efnis að hann vinni að afnámi vörugjalda og einföldun neysluskatta. Það er ljóst af málflutningi ráðherrans að markmiðið er að hverfa frá neyslustýringu og taka nauðsynleg skref í þá átt að einfalda skattkerfið. Vörugjaldakerfið er tímaskekkja og því mikilvægt að breytingar í þessa veru nái hratt fram að ganga.

 

Í ljósi umræðu undanfarinna vikna lýsir stjórn FA yfir áhyggjum af því að stjórnvöld kunni að beygja af þeirri leið sem mörkuð hefur verið af ráðherra. Ekki verður séð að slík breyting sé studd sterkum rökum og mun sterkari rök sem mæla með því að áform ráðherra nái fram að ganga. Flókið og ógagnsætt skattkerfi leiðir til sóunar, bjagar verðvitund neytenda og skapar ekki eðlilega samkeppnishvata.

 

Fréttatilkynninguna má sjá í heild hér.

Nýjar fréttir

Innskráning