Almenn ánægja með starf FA

09.02.2015

Almenn ánægja er meðal félagsmanna í Félagi atvinnurekenda með þjónustu og starf félagsins, samkvæmt árlegri könnun FA. Könnunin var send til forsvarsmanna 139 fyrirtækja með beina félagsaðild að FA og svöruðu 90 fyrirtæki. Það er 64% svarhlutfall, miklu betra en undanfarin ár, en þá svöruðu 31 til 36% félagsmanna sambærilegri könnun.

Niðurstöðurnar sýna að tæp 80% félagsmanna eru ánægð með starf FA í heild, sem er svipuð niðurstaða og undanfarin ár. Sömuleiðis segjast 71% félagsmanna telja ímynd FA jákvæða (75% í fyrra) og 80% eru á því að félagið sé sýnilegt í baráttu sinni fyrir félagsmenn (77% í fyrra).

Breytingar milli ára á afstöðu félagsmanna til spurninga sem varða starf og þjónustu félagsins eru í flestum tilvikum innan skekkjumarka; ekki hefur orðið marktæk breyting á milli ára.

Sóknarfæri er augljóslega í því að efla starf faghópa, enda segjast aðeins rúmlega 30% félagsmanna ánægðir með starf faghóps í sinni grein. Það er lítið eitt hærra hlutfall en undanfarin tvö ár, en betur má ef duga skal.

 

d9ed36d4a7657fb

 

Nýjar fréttir

Innskráning