Í tilefni af kínversku áramótunum munu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið fagna ári hundsins föstudaginn 16. febrúar kl. 19.00 á Veitingahúsinu Fönix, Bíldshöfða 12, 108 Reykjavík. Nýárskvöldverður ÍKV og KÍM er orðinn árviss viðburður. Borðhaldið hefst kl. 19.30.
Ræðumaður er Helgi Steinar Gunnlaugsson, uppistandari og framkvæmdastjóri Kínverskrar ráðgjafar, en hann bjó um árabil í Kína.
Átta rétta hlaðborð er í boði:
Dumplings (fylltar hveitibollur)
Kungpao kjúklingur
Lambakjöt í hvítlaukssósu
Nautakjöt í ostrusósu
Súrsætir fiskibitar
Djúpsteiktar rækjur
Steiktar núðlur með grænmeti og eggjum
Mapo tófu
Súrsæt sósa
Hrísgrjón
Verð: 3.590 kr. á mann.
Gestir geta tekið með sér eigin drykkjarföng, vín eða bjór, en einnig verða drykkir til sölu við vægu verði.
Athugið að gengið er inn um inngang hægra megin við aðalinngang veitingahússins.
Sætafjöldi er takmarkaður og er fólk því vinsamlegast beðið að panta tímanlega. Pantanir má senda á netfangið bjarndis@atvinnurekendur.is. Pantanir berist í síðasta lagi miðvikudaginn 14. febrúar fyrir kl. 16.00.