Árið 2013 – hvað segja félagsmenn?

10.01.2013

Árið 2013 – hvað segja félagsmenn?

 

Gott ár nýhafið? Hvað er mikilvægast fyrir framhaldið?

Boðað er til fyrsta félagsfundar í Félagi atvinnurekenda á nýju ári. Markmið fundarins er að gefa gott yfirlit um hvers er að vænta á árinu 2013. Valinkunnir einstaklingar úr félaginu, sem tilheyra mismunandi geirum, munu halda stuttar og snarpar framsögur. Gert er ráð fyrir góðum tíma til umræðna þannig að útkoma fundarins gefi góða mynd af stöðu mála. Almenn efnahagsmál, stefnu stjórnvalda og kjaramál mun eflaust bera á góma, auk sértækari atriða sem varða ákveðna geira.

Athygli er vakin á því að á næstu vikum verður boðað til sérstaks fundar um stöðuna í sjávarútvegi út frá ýmsum vinklum félagsmanna (vinnsla, markaðssetning og sala, veiðar, sjónarhorn birgja).

 

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 15. janúar kl. 8.30 – 10.00 í húsakynnum félagsins, Húsi verslunarinnar 9. hæð.

 

Hvers er að vænta í einstökum geirum?

Auglýsingageirinn og markaðsmál: Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar og formaður SÍA

 

Heilbrigðisvörugeirinn: Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og formaður FA

 

Dagvörumarkaðurinn: Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar

 

Upplýsingatækni: Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna kerfa

 

Skráning á fundinn fer fram hér

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning