Árangursríkt samstarf við Vörustjórnunarfélagið

FA og Vörustjórnunarfélagið áttu með sér árangursríkt samstarf um ráðstefnu- og námskeiðahald. Haldin var fjölsótt ráðstefna um vöruhús 21. aldarinnar, þar sem kynnt var nýjasta tækni í róbótavöruhúsum og nýting gervigreindar við vörustjórnun. Vöruhús tveggja félagsmanna, Innness og Heimilistækja, voru heimsótt.

Þá var efnt til námskeiðaraðar um vörustjórnun og var fyrsta námskeiðið, um strikamerki framtíðarinnar, haldið fyrir áramót.

Fréttir um málefnið

Innskráning