FA flytur í Skeifuna 11

Tímamót urðu hjá Félagi atvinnurekenda er félagið seldi húseign sína í Húsi verslunarinnar
eftir 40 ára veru í húsinu. Fest voru kaup á öðru húsnæði, á 3. hæð í Skeifunni 11, og er
áformað að félagið flytji starfsemi sína þangað á vormánuðum 2023.

Húsnæði FA á 9. hæð í Húsi verslunarinnar hefur verið mun stærra en félagið þarf á að halda
fyrir eigin starfsemi og hefur hluti þess verið í útleigu. Markmiðið með flutningunum er m.a.
að losa fjármuni sem hafa verið bundnir í húseigninni og lækka um leið rekstrarkostnað
félagsins.

Fréttir um málefnið

Innskráning