Gagnrýnisrödd gegn hæstu áfengissköttum Evrópu

FA var áfram helsti gagnrýnandi hárra áfengisskatta á Íslandi. Í byrjun ársins birti félagið niðurstöður úttektar sem það vann í samstarfi við Spirits Europe, Evrópusamtök áfengisframleiðenda, um hækkanir áfangisskatta um áramótin. Í ljós kom að af 36 Evrópuríkjum hækkuðu 26 áfengisskatta ekki neitt, þrátt fyrir metverðbólgu í flestum ríkjum álfunnar. Eina ríkið sem hækkaði þá umfram verðbólgu, var Ísland. Þannig var enn bætt í Evrópumet Íslands í skattpíningu neytenda þessarar einu neysluvöru.

FA benti á að háir áfengisskattar bitna ekki eingöngu á neytendum, heldur innflytjendum, framleiðendum, veitingageiranum og ferðaþjónustunni. Félagið gagnrýndi einnig að hærri áfengisskattur skuli vera lagður á bjór, sem framleiddur er á Íslandi í stórum stíl, en á léttvín, sem eingöngu er innflutt.

Undir lok ársins var í fyrsta sinn í aldarfjórðung samþykkt á þingi lækkun á áfengisskatti, þegar Alþingi samþykkti að veita litlum brugghúsum afslátt af áfengisgjaldi. FA fagnaði breytingunni en taldi að hún hefði átt að vera miklu víðtækari.

Fréttir um málefnið

22. febrúar 2023

Innskráning