Gegn spillingu og sóun í farmiðakaupum ríkisins

FA beitti sér mjög gegn því að ríkið beindi kaupum sínum á flugfarmiðum aðallega til eins flugfélags og að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þægju vildarpunkta fyrir flug, greitt af skattgreiðendum, sem þeir gætu síðan nýtt í eigin þágu. FA beindi erindum til ýmissa aðila í ríkiskerfinu og tókst um síðir að kreista út svar frá forseta Alþingis um að verið væri að skoða hvort fyrirmæli fjármálaráðherra um ferðakostnað á vegum ríkisins gefi tilefni til að „endurskoða reglur um þingfararkostnað“. Í fyrirmælum fjármálaráðherra (reglum frá 2020) er skýrt kveðið á um að fríðindi og hvers kyns vildarkjör sem aflað sé við greiðslu á farmiða skuli eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.

Fréttir um málefnið

Innskráning