Gullhúðun EES-reglna gagnrýnd

FA hélt áfram gagnrýni sinni á að ráðuneytin stæðu fyrir „gullhúðun“ EES-reglna með því að bæta við reglur sem frá Evrópusambandinu koma ýmsum reglum og sérkvöðum, sem eru íþyngjandi fyrir íslensk fyrirtæki. Einkar gróft dæmi um slíkt kom upp á árinu, er heilbrigðisráðherra lagði til innleiðingu á EES-reglum um aðgang stjórnvalda að birgðastöðu lyfja og lækningatækja. Þar var gengið langtum lengra en Evrópureglurnar gerðu ráð fyrir og blasti við að kostnaður bæði fyrir fyrirtæki og ríkið yrði gríðarlegur, algjörlega að þarflausu.

FA ítrekaði gagnrýni sína á að menningar- og viðskiptaráðuneytið hefði ekki sinnt þeirri lagaskyldu sinni að skipa ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur, en hún hefur gjarnan virkað sem bremsa á reglusetningargleði ríkisins. Eftir ítrekað erindi til ráðuneytisins brást menningar- og viðskiptaráðherra við með því að bjóða FA til fundar, þar sem félagið lagði til að nefndinni yrði fengið það hlutverk sérstaklega að fylgjast með innleiðingu EES-reglna og gæta þess að þær væru ekki gullhúðaðar þannig að íþyngjandi væri fyrir íslensk fyrirtæki.

Fréttir um málefnið

25. maí 2023

Innskráning