FA talaði eindregið fyrir því að gerðir yrðu samningar við starfsmenn hins opinbera á sömu nótum og á almenna markaðnum og hið opinbera hætti að vera leiðandi í þróun launa og kjara á vinnumarkaði, eins og hefur því miður verið raunin undanfarin ár.
Þá færði félagið rök fyrir því að breytingar á lögunum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna og afnám sérréttinda á borð við uppsagnarvernd væri forsenda fyrir því að boðuð hagræðing í rekstri ríkisins gengi eftir.