FA blandaði sér í umræður í fjölmiðlum um misnotkun starfsmanna á veikindarétti, en hjá lögfræðiþjónustu FA fjölgar málum sem varða falskar veikindatilkynningar og tilhæfulaus læknisvottorð um óvinnufærni.
Einn fjölsóttasti og líflegasti félagsfundur ársins fjallaði um misnotkun á veikindaréttinum og gildi læknisvottorða. Þar kom m.a. fram að læknisvottorð, sem byggist ekki á skoðun læknis á starfsmanni, hefur ekkert gildi.