Mun áfengislöggjöfin ná utan um veruleikann á markaðnum?

FA hélt áfram málflutningi sínum í þágu aukins frelsis á áfengismarkaðnum og að áfengislöggjöfin endurspegli í raun þá þróun sem átt hefur sér stað á markaðnum. Fyrir liggur að t.d. sala áfengis á netinu fer fram og er látin óáreitt, sama má segja um áfengisauglýsingar. Í orði kveðnu er þessi starfsemi hins vegar bönnuð og því gilda ekki um hana neinar reglur.

Alþingismenn hafa verið tregir til að gera breytingar á áfengislöggjöfinni og lokað augunum fyrir þeim breytingum sem átt hafa sér stað.

FA benti á að sá fjöldi fyrirtækja sem starfar á áfengismarkaði, við framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis, ætti heimtingu á því að stjórnvöld eyði réttaróvissu og taki áfengislöggjöfina til gagngerrar endurskoðunar, þannig að hún endurspegli raunveruleikann í viðskiptum með áfengi eins og aðrar vörur.

Fréttir um málefnið

Innskráning