Ráðherra gagnrýndur fyrir inngrip í eignarrétt og atvinnufrelsi

FA gagnrýndi harðlega reglugerð heilbrigðisráðherra, þar sem sett voru ákvæði um svokallaðar einsleitar umbúðir tóbaksvara, brúnar umbúðir án vörumerkja eða annarra einkenna. FA benti á að vörumerki teldust til eignarréttinda. Þá væri reglugerðarákvæðið skýrt inngrip í atvinnufrelsi, en bæði eignar- og atvinnuréttindi njóta verndar stjórnarskrárinnar.

FA sagðist ekki sjá hvernig svo íþyngjandi ákvörðun, sem takmarkar stjórnarskrárvarin réttindi, ætti heima í reglugerð sem ráðherra setur. Svo umfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins hlyti að eiga að fá rækilega umfjöllun og umræðu á Alþingi.

Fréttir um málefnið

27. nóvember 2024

Innskráning