Vinsæl örnámskeið

FA hélt áfram að bjóða upp á örnámskeið á netinu fyrir stjórnendur aðildarfyrirtækja. Á árinu voru þau víkkuð út fyrir hagnýta lögfræði í fyrirtækjarekstri og tekið m.a. á starfsmannamálum og samkeppnismálum.

Námskeiðin byggjast á þeirri hugmynd að stjórnendur þurfi ekki að eyða í þau meira en sléttum 30 mínútum og á þeim tíma öðlist fólk mikilvæga þekkingu. Fyrirlestur stendur í 20 mínútur og svo gefast 10 mínútur í spurningar og svör. Námskeiðin eru tekin upp og félagsmenn geta nálgast upptökuna eftir á.

Fréttir um málefnið

Innskráning