Aðalfundur Félags atvinnurekenda verður haldinn í Nauthóli, Nauthólsvegi 106, fimmtudaginn 2. febrúar næstkomandi.
Á undan venjulegum aðalfundarstörfum er opinn fundur undir yfirskriftinni Áskorendurnir – fyrirtækin sem hristu upp í markaðnum. Þar heyrum við frá nýjum ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og fjórum brautryðjendum í íslensku viðskiptalífi, auk framkvæmdastjóra FA sem fjallar um baráttu félagsins fyrir virkri samkeppni.
Opinn fundur hefst kl. 14 en venjuleg aðalfundarstörf kl. 16.15
Dagskrá opins fundar FA:
14.00 Ávarp ráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
14.15 Heimsyfirráð eða dauði
Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air
14.35 Nova – stærsti skemmtistaður í heimi
Lív Bergþórsdóttir, forstjóri Nova
14.55 Framtíðarmat
Valur Hermannsson, einn stofnenda Eldum rétt
15.10 Arna – bráðþroska á byrjunarreit
Þórarinn E. Sveinsson, stjórnarformaður Örnu, Mjólkurvinnslunnar í Bolungarvík
15.25 Baráttan fyrir virkri samkeppni
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA
15.40 Kaffihlé
16.15 Venjuleg aðalfundarstörf
Fundarstjóri opna fundarins er Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1. Fundarstjóri aðalfundar FA er Stefán S. Guðjónsson, forstjóri Lindsay.
Skráðu þig á fundinn hér að neðan. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.