Birgjar tregir til að kæra brot á lögum um opinber innkaup

16.03.2016

opinber udbod konnunNiðurstöður könnunar FA, sem gerð var meðal aðildarfyrirtækja í janúar, staðfesta það sem komið hefur fram í umfjöllun RÚV að undanförnu um að birgjar ríkisins séu tregir til að kæra brot opinberra stofnana á lögunum um opinber innkaup.

Í könnun FA var spurt hvort fyrirtæki hefðu talið á sér brotið við innkaup íslenska ríkisins og hvort þau hefðu kært slík brot. 19% fyrirtækja segja að á sér hafi verið brotið en 9% hafa kært brot.

Halldór Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í Kastljósi RÚV í síðustu viku að seljendur vöru og þjónustu væru oft tregir til að kæra framkvæmd laganna um opinber innkaup. Í Vikulokunum á RÚV tók Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, undir þetta og sagði fyrirtæki oft treg til að takast á við smákóngaveldi hins opinbera.

FA hefur lagt fram tillögur um að atvinnuvegasamtökum verði heimilað að kæra framkvæmd laganna um opinber innkaup.

Könnun FA var gerð dagana 19.-26. janúar. Hún var send til forsvarsmanna 150 fyrirtækja með beina félagsaðild og svöruðu 94, eða 62,7%.

Nýjar fréttir

Innskráning