Birta Sif nýr lögfræðingur FA

03.04.2024

Birta Sif Arnardóttir hefur verið ráðin lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og hóf störf nú í vikunni. Hún verður í hlutastarfi fyrstu vikurnar. Birta kemur í stað Guðnýjar Hjaltadóttur, sem verið hefur lögfræðingur hjá FA undanfarin sex ár en fer nú til starfa hjá Samtökum iðnaðarins.

Birta er tæplega þrítug. Hún lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2019 og klárar viðbótardiplómanám í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands innan skamms. Hún hefur áður m.a. starfað hjá Háskólanum í Reykjavík, TVG-Zimsen, EVA lögmönnum og forsætisráðuneytinu.

Starfssvið Birtu hjá FA snýr m.a. að vinnurétti, útboðsrétti, samkeppnisrétti, samningarétti, kröfurétti, félagarétti, Evrópurétti, stjórnsýslurétti, skaðabótarétti og almennri viðskiptalögfræði.

FA býður Birtu velkomna til starfa og þakkar jafnframt Guðnýju Hjaltadóttur vel unnin störf í þágu félagsins og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.

Nýjar fréttir

Innskráning