Félag atvinnurekenda efnir til opins félagsfundar kl. 8.30 þriðjudaginn 14. október á Nauthóli bistro í Nauthólsvík. Tilefnið er meðal annars staðan í samkeppnismálum eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna fyrir samkeppnisbrot og álit Eftirlitsstofnunar EFTA um að hömlur á innflutningi heilbrigðisvottaðs, fersks kjöts brjóti í bága við EES-samninginn.
Frummælendur:
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og ráðherra samkeppnismála: Virk samkeppni
Þórarinn E. Sveinsson, stjórnarformaður Mjólkurvinnslunnar Örnu á Bolungarvík: Samkeppnisstaðan á mjólkurmarkaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögmaður hjá Lex: Ekki má aka stórum bíl of hratt – Um matskennd ákvæði samkeppnislaga og viðurlög vegna brota
Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Morgunverður er í boði frá kl. 8 og kostar 2.900 krónur. Fundi verður lokið fyrir kl. 10.
Sjá auglýsingu fundarins hér