Ljóst er að ólögmæt lán og fjármálagerningar ýmiskonar hafa orðið mörgu fyrirtæki að falli á undanförnum árum.
Sú staðreynd vekur óneitanlega upp áleitnar spurningar um bótarétt hluthafa í slíkum fyrirtækjum og bótarétt þeirra fyrirtækja sem orðið hafa fyrir tjóni en staðið það af sér.
Miðvikudaginn 6. febrúar n.k. kl. 12:00 mun Félag atvinnurekenda halda opinn fund á Nauthólþar sem þetta efni verður tekið fyrir.
Fyrirlesarar verða Tómas Hrafn Sveinsson hdl. sérfræðingur í skaðabótarétti og Páll Rúnar M. Kristjánsson hdl. LL.M. lögmaður Félags atvinnurekenda.
Dagskrá fundarins:
Páll Rúnar M. Kristjánsson hdl. mun fjalla um mögulega bótaskylda háttsemi gagnvart fyrirtækjum en þar á meðal vega þyngst ólögmæt gengistryggð lán og ýmiskonar afleiðuviðskipti.
Tómas Hrafn Sveinsson hdl. mun fjalla um skilyrði bótaskyldu, úrræði tjónþola og hvernig tjónþolar eiga að leita efnda á kröfum sínum.
Fundurinn hefst kl. 12:00 og ætlað er að fundurinn standi til kl. 13:30. Í boði verður hádegisverður.
Fundargjald er kr. 2.000 fyrir félagsmenn FA en kr. 2.900 fyrir aðra.