Bruggið hellist yfir landann

03.12.2012

d86df1603a4d8ef5Félag atvinnurekenda lét í nóvember framkvæma skoðanakönnun um þróun á heimabruggi og smygli á sterku áfengi. Niðurstöðurnar sýna að stórhækkuð áfengisgjöld á sterkt áfengi hafa valdið því að heimabrugg og smygl hafa aukist og neysla því flust út fyrir opinberan markað.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri FA, segir félagið lengi hafa kallað eftir heildstæðri áfengisstefnu frá stjórnvöldum í ljósi þess að áfengisgjöld hafi verið hækkuð mjög undanfarin ár.
„Niðurstöður könnunar okkar ýta undir þá kenningu að neyslan hafi einfaldlega flust út fyrir markaðinn,“ segir Almar. Hann bendir á að hækkun áfengisgjalda sé stundum réttlætt sem lýðheilsumarkmið, en ef neyslan færist út fyrir markaðinn náist það markmið ekki. Minnkandi opinber sala geti þá líka gert það að verkum að tekjumarkmið gjaldahækkana nást ekki heldur.

Fjallað var um málið á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

http://www.visir.is/bruggid-hellist-yfir-landann/article/2012712039965

 

Hér má sjá niðurstöðu könnunarinnar sem MMR gerði fyrir Félag atvinnurekenda.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning