Desemberuppbót 2014

28.11.2014

Desemberuppbót greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1.desember til 30.nóvember ár hvert í stað almanaksárs.

 

Samningur FA við VR

 

Starfshlutfall miðast við fasta og reglubundna vinnu, þó að hámarki 36 stundir og 15 mínútur á viku. Starfsfólk í hlutastarfi skal fá greitt hlutfallslega.

 

Uppgjörstímabil er almanaksárið. Fullt ársstarf er 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma sinn.

 

Desemberuppbót miðað við fullt starf verði á árinu 2014 kr. 73.600.-

Nýjar fréttir

Innskráning