Dómur um rekstarleigusamninga Lýsingar hefur lítið fordæmisgildi – enn á eftir að reyna á kauprétt í lok lánstíma

22.11.2012
27cab6a8cfef351aÍ gær féll dómur í máli Eirvíkur-Heimilistæki gegn Lýsingu vegna rekstrarleigusamnings sem Eirvík-Heimilistæki gerði við Lýsingu Samningurinn var til þriggja ára og varðaði leigu á bifreið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að samningurinn væri ekki ólögmætur þar sem um væri að ræða leigusamning en ekki gengistryggðan lánasamning.

 

Það er mat Félags atvinnurekenda að sá dómur hafi mjög lítið fordæmisgildi þar sem mikilvægar málsástæður vantaði í málið og málið varðaði rekstrarleigusamninga. Enn ríkir mikil óvissa hjá þeim sem málið varðar en mikill munur er á hvort samningur sem gerður var í upphafi standi fyrir rekstrarleigu eða fjármögnunarleigu. Fyrirkomulagið er ekki hið sama og getur skýr kaupréttur í lok samningstímans haft úrslitaþýðingu. Áður en upp kom ágreiningur um lögmæti gengistryggingar var þessi kaupréttur ávallt virtur af Lýsingu, þegar um var að ræða fjármögnunarleigusamninga. Lýsing hefur hins vegar í seinni tíð hafnað því að um kauprétt sé að ræða. Erfitt getur verið fyrir lántaka að sanna kaupréttinn þar sem hann kemur almennt ekki fram á lánaskjölum og Lýsing vill ekki kannast við að hafa gert munnlegt samkomulag um kauprétti við viðskiptavini sína. Því er ljóst að að sá sem getur sannað kauprétt er í annarri og líklega betri stöðu en sá sem ekki getur fært sönnur fyrir því.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning