Elín Helga nýr formaður SÍA

31.03.2016
Elin Helga
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir var kjörin formaður SÍA, Samtaka íslenskra auglýsingastofa, á aðalfundi samtakanna sem fram fór í dag. Elín Helga er fyrsta konan sem gegnir embættinu, en hún hefur setið í stjórn SÍA undanfarin þrjú ár. Ásamt henni voru kjörnir í stjórn þeir Agnar Tryggvi Le’macks frá Jónsson og Le’macks og Hörður Lárusson frá Brandenburg.

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir er sálfræðimenntuð og hefur unnið í auglýsingageiranum í sextán ár, fyrst sem birtingastjóri hjá auglýsingastofunni Auk og og Auglýsingamiðlun, en undanfarin ellefu ár sem verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Hvíta húsinu, þar sem hún er einn eiganda.

Sjö auglýsingastofur eiga aðild að SÍA; Brandenburg, Ennemm, H:N markaðssamskipti, Hvíta húsið, Íslenska auglýsingastofan, Jónsson og Le’macks og Pipar/TBWA. SÍA er samstarfsfélag Félags atvinnurekenda, sem hýsir samtökin og sér um skrifstofuþjónustu fyrir þau.

Nýjar fréttir

11. september 2024

Innskráning