Eru engin takmörk fyrir skattlagningu á áfengi?

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA gagnrýndi harðlega hækkun áfengisgjalda. Félagið spurði hvort engin takmörk væru fyrir hækkun skatta á áfengi og benti á að áfengisgjöld á Íslandi eru orðin þau langhæstu í Evrópu og líklega í heiminum öllum. Þá hafa þau á undanförnum árum hækkað langt umfram vísitölu. FA kallar eftir pólitískri stefnumótun um það hvenær þolmörkum hafi verið náð hvað varðar áfengisskatta.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Eru engin takmörk fyrir skattlagningu á áfengi?

Áfengisgjöld á Íslandi eru nú þegar þau langhæstu í Evrópu, samkvæmt upplýsingum sem Félag atvinnurekenda hefur aflað. Hefur félaginu raunar ekki tekizt að finna neitt land í heiminum þar sem áfengisskattar eru hærri. Engu að síður er í fjárlagafrumvarpi ársins 2017 gert ráð fyrir að áfengisgjöld hækki um 4,7%. Þar af er 2,5 prósentustiga hækkun umfram verðbólgu.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Áfengisgjöld hækkuð langt umfram vísitölu

Áfengisgjöld hafa hækkað um og yfir 100% frá hruni, sé boðuð hækkun um áramótin tekin með í reikninginn. Á sama tíma er útlit fyrir að hækkun vísitölu neysluverðs sé um 39%. Áfengisgjöldin hafa því hækkað gríðarlega umfram almennt verðlag í landinu, eins og sjá má á myndinni hér á síðunni.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]