Eru innflytjendur ómerkilegri en framleiðendur?

22.10.2014
Ólafur Stephensen var meðal frummælenda á málþingi Úlfljóts.
Ólafur Stephensen var meðal frummælenda á málþingi Úlfljóts.

„Er innflytjandi matvöru eitthvað ómerkilegra fyrirtæki heldur en matvöruframleiðandi? Eru ekki bæði fyrirtækin í því að svara þörf neytenda fyrir nauðsynjavörur?  Hvaða rök eru eiginlega fyrir því að stjórnkerfið mismuni þessum fyrirtækjum?“ spurði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, á málþingi Úlfljóts, tímarits laganema, í Háskóla Íslands í dag. Hann ræddi þar meðal annars um ákvarðanir ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum, en nefndin hefur hyglað innlendum matvöruframleiðendum á kostnað innflytjenda, sem hafa viljað fá að flytja inn tollfrjálst búvörur sem engin framleiðsla er á hér á landi.

 

Yfirskrift málþingsins var „Samkeppnisréttur í ljósi búvöruframleiðslu og EES-réttar.“ Ólafur ræddi þar meðal annars um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Mjólkursamsölunnar, innflutning á landbúnaðarvörum og tollastefnu stjórnvalda.

 

Frétt mbl.is af málþinginu

Nýjar fréttir

Innskráning