Félag atvinnurekenda telur að leyfa eigi áfengisauglýsingar en þó með skýrum takmörkunum. Frumvarp til breytinga á áfengislögum liggur nú hjá Alþingi og telur Félag atvinnurekenda að það frumvarp sé haldið verulegum annmörkum. Það er ljóst að erfitt verður að fylgja eftir þeim lögum á tímum samfélagsmiðla og internetsins eða þegar erlend tímarit og sjónvarpsefni streyma inn í landið með tilheyrandi áfengisauglýsingum. Félag atvinnurekenda bendir einnig á að auglýsingar njóta verndar tjáningarfrelsisákvæðis Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Það verður að gæta meðalhófs við takmarkanir á tjáningarfrelsi en þær takmarkanir verða að uppfylla lágmarksskilyrði til að þær séu lögmætar.
Félag atvinnurekenda vill leyfa almennar áfengisauglýsingar með takmörkunum sem yrði að útfæra nánar og mögulega horfa til aðferða frænda okkar Svía en þeirra aðferðir hafa virkað vel.