FA gagnrýnir áfengisfrumvarp

18.01.2013

Félag atvinnurekenda gagnrýnir frumvarp um hert bann við áfengisauglýsingum og leggur til að í staðinn verði slíkar auglýsingar leyfðar með afar ströngum skilyrðum. FA fór óhefðbundnar leiðir til að koma málstað sínum á framfæri og lét útbúa myndbönd þar sem helstu staðreyndir og tölfræði koma fram. Þú getur kynnt þér málið með því að smella á myndbandið hér að neðan.

 

Félag atvinnurekenda telur að frumvarpið takmarki með ólögmætum hætti rétt neytenda til upplýsinga um löglega neysluvöru, svo og stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi auglýsenda. Engar sannanir liggja heldur fyrir um að áfengisauglýsingabann geti dregið úr skaðlegum afleiðingum áfengisneyslu. Í þeim efnum skipta aðrir þættir máli.

 

Félag atvinnurekenda telur mun raunhæfara að leyfa áfengisauglýsingar með miklum takmörkunum, líkt og flest Norðurlöndin gera. Félagið hefur sett saman tillögur um slíkt regluverk, byggt á sambærilegum sænskum reglum, þar sem m.a. er lögð áhersla á skýra ábyrgð áfengisframleiðenda og –innflytjenda á auglýsingum sem fara á svig við umræddar reglur. Þessar tillögur eru jafnframt í anda tillagna starfshóps fjármálaráðuneytis sem komu fram í janúar 2010.

 

Hófstilltum áfengisauglýsingum er m.a. ætlað að tryggja jafnræði innlendrar bjórframleiðslu gagnvart innflutningi erlendis frá. Íslendingar hafa nær ótakmarkaðan aðgang að erlendum fjölmiðlum, hvort sem er sjónvarpi, prentmiðlum eða netmiðlum. Erlendar bjórauglýsingar eru mjög áberandi í þessum miðlum. Ef hvergi má nefna íslensk vörumerki á nafn í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir milli bjórtegunda, þá fer sá iðnaður hratt halloka. Um 170 manns um allt land hafa atvinnu af framleiðslu og sölu á íslenskum bjór.

 

 

Félag atvinnurkenda hefur áður sent inn umsögn til Alþingis um frumvarpið sjálft og bent á þau atriði sem betur mega fara.

Hér má sjá umsögn FA í heild sinni. 

Hér má sjá frumvarpið í heild sinni.

Nýjar fréttir

13. júní 2024

Innskráning