FA gagnrýnir nýja búvörusamninga

22.02.2016

Olafur buvorusamn feb 2016Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýndi nýja búvörusamninga í fréttum RÚV um helgina.

Ólafur Stephensen sagði í viðtali í kvöldfréttum á laugardagskvöld ljóst að viðhalda ætti einokun á mjólkurmarkaði, en ákvæði í 12. grein samningsins um starfsskilyrði nautgriparæktar eru til marks um það. „Það er verið að festa einokun Mjólkursamsölunnar og undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum í sessi. Það kann ekki góðri lukku að stýra til framtíðar. Það er í rauninni verið að setja ákveðið eftirlit með verðlagningu Mjólkursamsölunnar á hrámjólk til sinna keppinauta, sem er ágætt til skamms tíma litið, en til lengri tíma er verið að hunsa öll tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að það eigi að afnema þessa undanþágu frá samkeppnislögunum og jafnvel að brjóta mjólkursamsöluna upp, þetta er afskaplega óheilbrigt ástand á þessum markaði og búið að setja það núna í samning til tíu ára að það eigi að viðhalda því,“ sagði Ólafur.

Ólafur sagði engu að síður margt gott í samningunum. „Það er margt gott í þessum samningum varðandi breytingarnar á stuðningnum við bændur. Hins vegar eru þetta áfram alveg óskaplega miklir peningar, það er ekki verið að draga úr beinum stuðningi skattgreiðenda við landbúnaðinn að neinu ráði og við höldum líka áfram að styðja við hann vegna alltof háu matarverði vegna tollverndarinnar. Það hefði að sjálfsögðu átt að draga úr tollverndinni og efla samkeppnina við innlendan landbúnað. Þannig hefði verið stuðlað að hagræðingu og samkeppnishæfni landbúnaðins efld af því að hann hefur allar forsendur til þess að standast samkeppni.“

Viðtal við Ólaf Stephensen á RÚV

Viðtal við Ólaf í Harmageddon á X-inu

Nýjar fréttir

Innskráning