FA kvartar til umboðsmanns vegna reglugerðar heilbrigðisráðherra

22.11.2024

Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem hann undirritaði í lok október, en þar er meðal annars kveðið á um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum í „ljótasta lit í heimi“ og afmá skuli vörumerki af þeim. FA telur reglugerðina ekki hafa lagastoð og hún sé svo veigamikið inngrip í stjórnarskrárvernduð eignar- og atvinnuréttindi að ótækt sé að ráðherra ákveði slíkt upp á sitt einsdæmi. Willum var orðinn ráðherra í starfsstjórn er reglugerðin var sett.

FA vísar m.a. til ákvæða í grein 6.c í tóbaksvarnalögunum, en þar er að finna tæmandi upptalningu á því hvaða merkingar sé óheimilt að hafa á tóbaksumbúðum. Vörumerki fyrirtækja eru ekki þar á meðal. „FA fær því ekki séð að lagastoð sé til staðar hvað varðar ákvæði 20 gr. reglugerðarinnar um einsleitar umbúðir. Ráðherra, sem meira að segja situr í starfsstjórn er reglugerðin er undirrituð, getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið að setja reglugerð sem hefur ekki stoð í lögum. Þetta hefur umboðsmaður staðfest í álitum sínum, t.d. áliti nr. 1792/1996. Þar kom fram „að nauðsynlegt sé að skýrt sé frá því gengið í lögum, hvaða kvaðir verði lagðar á borgana“,“ segir í kvörtun FA.

Alþingi fjalli um svo veigamikið inngrip í grundvallarréttindi
FA bendir á að um sé að ræða veigamikið inngrip í bæði eignarréttindi og atvinnufrelsi fyrirtækja og rétt sé að Alþingi fjalli um slíkt, en það sé ekki ákveðið af ráðherra með reglugerð. Bent er á að þegar séu í gildi ákvæði um að bannað sé að hafa tóbak sýnilegt á sölustöðum og því vandséð hvaða markmiðum ákvæði um einsleitar umbúðir eigi að ná. Enginn rökstuðningur hafi komið fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins hvað þetta varðar.

„Undir lok árs 2023 voru breytingar samþykktar á lögum um tóbaksvarnir þar sem m.a. var
samþykkt að óheimilt væri að setja sígarettur og vafningstóbak með einkennandi bragði. Þessi
breyting fól í sér innleiðingu á tilskipunum sem Evrópuþingið og ráðið höfðu samþykkt. Í
greinargerð með frumvarpinu, sem og á samráðsgátt stjórnvalda, var tekið fram að verið væri að
innleiða lágmarksreglur tilskipunarinnar og ekki væri gengið lengra en heimildir stóðu til. Engu
að síður hlutu þessi ákvæði rækilega umræðu á Alþingi, ásamt því að umsagnir bárust á
samráðsgátt stjórnvalda,“ segir í kvörtun FA. „Það er hinn eðlilegi framgangsmáti þegar um er að ræða jafnróttækt inngrip í grundvallarréttindi. Í tilviki ákvæðanna um einsleitar umbúðir er um að ræða „gullhúðun“, þ.e. gengið er lengra en í þeim Evrópureglum sem innleiða á með reglugerðinni, en málið fær engu að síður enga umfjöllun Alþingis.

Kvörtun FA til umboðsmanns

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning