FA óskar upplýsinga um tollahækkunina

21.07.2015

IMG_4603Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu erindi og farið fram á upplýsingar um nýlega hækkun á matartollum.

Í bréfi FA til ráðuneytisins er vísað er til auglýsingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um WTO-tollkvóta, sem birt var á vef ráðuneytisins 27. maí síðastliðinn. Með samanburði við auglýsingar um WTO-kvótana sem birtust 9. maí 2014 sést að magntollar, sem lagðir eru á vörur sem flytja má inn á kvótunum, hækka um 7,1 til 7,5% á milli ára.

„Með vísan til upplýsingalaga og hagsmuna matvælainnflytjenda í Félagi atvinnurekenda er hér með farið fram á að ráðuneytið afhendi öll gögn og útreikninga sem liggja að baki þessari tollahækkun, þ.m.t. afrit af öllum inn- og útsendum erindum og upplýsingum sem aflað var,“ segir í bréfi FA. „Jafnframt er þess óskað að ráðuneytið rökstyðji ákvörðun sína til fulls og tilgreini á hvaða reglugerðar- og lagaákvæðum það byggi ákvörðun sína um hækkun tollanna, hvaða hagsmunir voru lagðir til grundvallar og með hvaða hætti hugað var að meðalhófi og hagsmunum neytenda.“

Bréf FA til ráðuneytisins

Nýjar fréttir

11. september 2024

Innskráning