FA óskar upplýsinga um túlkun á fríverzlunarsamningi

06.11.2014

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur ritað tollstjóra bréf og óskað eftir túlkun embættisins á álitamálum varðandi fríverzlunarsamning Íslands og Kína, sem tók gildi um mitt ár.

 

Til FA hafa leitað fyrirtæki sem stunda innflutning á vörum frá Kína til Íslands á grundvelli fríverzlunarsamningsins. Ýmis vandamál hafa komið upp í tengslum við umræddan innflutning og þá sérstaklega í þeim tilvikum þegar vörum, sem framleiddar eru í Kína, er umskipað í öðru ríki, t.d. Hollandi eða öðru Evrópuríki, áður en varan kemur hingað til lands. Í slíkum tilvikum hafa vörurnar oft og tíðum borið toll þegar þær eru tollafgreiddar hérlendis, þrátt fyrir að þær séu sannanlega upprunnar frá Kína. Greint er frá sambærilegu dæmi í Morgunblaðinu í dag.

 

Af þeim athugasemdum sem borizt hafa FA er ljóst að óvissa ríkir um túlkun á fríverzlunarsamningi Íslands og Kína að þessu leyti. Slík óvissa er með öllu óviðunandi og dregur úr skilvirkni samningsins. Af þeim sökum óskar FA eftir því að tollstjóri skýri afstöðu sína að þessu leyti, og þá sérstaklega m.t.t. 33. gr. samningsins.

 

Málið varðar hagsmuni margra aðildarfyrirtækja FA, en félagið hýsir Íslenzk-kínverska viðskiptaráðið.

 

Bréf FA til tollstjóra

 

Frétt mbl.is um málið

Nýjar fréttir

Innskráning