FA á sjávarútvegssýningunni í Brussel

21.04.2015

Félag atvinnurekenda tekur þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel eins og undanfarin ár. Sýningin, Seafood Expo Global, er nú haldin í 23. sinn og stendur dagana 21.-23. apríl. Sýningin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og sækja hana um 25.000 gestir. Sýnendur og þátttakendur koma frá liðlega 140 löndum.

Íslandsstofa heldur utan um þátttöku íslensku fyrirtækjanna. Félag atvinnurekenda hefur haft milligöngu um leiguflug til Brussel undanfarin ár og sá Wow air um flugið þetta árið. Haft var á orði í flugvélinni að þetta væri eins og að fara á ættarmót, því að sama fólkið vinnur við og heimsækir sýninguna ár eftir ár.

Félag atvinnurekenda er með bás á sýningunni eins og undanfarin ár og eru þrír félagsmenn þátttakendur í honum, E. Ólafsson ehf., G. Ingason hf. og Íslenska útflutningsmiðstöðin hf.

Auk þess eru fjórir félagsmenn með eigin bása, Azazo hf., Menja hf., Íslenska umboðssalan hf. og Tríton hf.

Mikið líf og fjör var í bás FA í dag eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Nýjar fréttir

11. september 2024

Innskráning