FA spyr um álag á fasteignaskatta

29.11.2016

atvinnuhusnaediFélag atvinnurekenda hefur sent fyrirspurn til sveitarfélaga, þar sem aðildarfyrirtæki FA starfa og beitt er heimild til álags á fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði. Félagið hefur beðið sveitarfélögin um rökstuðning fyrir ákvörðun um að nýta álagsheimildina og jafnframt spurst fyrir um hvort kostnaðarútreikningar liggi að baki þeirri ákvörðun.

Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga er þeim heimilt að innheimta fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði sem nema að hámarki 1,32% af fasteignamati. Þó er í lögunum heimild til að leggja 25% álag á fasteignaskattinn, sem nemur þá alls 1,65% af fasteignamati. Öll sveitarfélög þar sem aðildarfélög FA starfa, að Seltjarnarnesi undanskildu, nýta þessa heimild til álags á skattinn að öllu eða verulegu leyti.

Að mati FA þarf að rökstyðja sérstaklega að beita slíkri heimild til aukaskattlagningar á fyrirtæki. Sveitarfélögin hafa því verið beðin bréflega um rökstuðning fyrir ákvörðun um að beita álaginu. Jafnframt er spurt hvort kostnaðarútreikningar liggi að baki þeirri ákvörðun.

FA hefur áður beint þeirri hvatningu til sveitarfélaga, þar sem aðildarfyrirtæki félagsins starfa, að þau lækki álagningarprósentu fasteignaskatts til að mæta gríðarlegum hækkunum á fasteignamati.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning