FA vill heildarendurskoðun á löggjöf um sölu og markaðssetningu áfengis

06.02.2015

Félag atvinnurekenda skilaði Alþingi umsögn um frumvarp Vilhjálms Árnasonar og fleiri þingmanna um smásölu áfengis. Félagið fagnaði þar áformum um að auka frelsi í viðskiptum með áfengi, en benti á ýmsa vankanta á frumvarpinu. Þeir veigamestu að mati FA eru að ekki er gert ráð fyrir að um leið og smásalan er gefin frjáls verði bann við áfengisauglýsingum afnumið, að áfram sé gert ráð fyrir að innflytjendur og heildsalar standi skil á áfengisgjaldi til ríkisins og að kveðið sé á um takmarkað aðgengi neytenda að sterku áfengi í verslunum.

 

Félagið lagði því til að lagaumhverfi áfengissölu yrði endurskoðað í heild og lagði meðal annars fyrir Alþingi ýtarlegar tillögur um afnám auglýsingabannsins og siðareglur um áfengisauglýsingar, sem tækju þá gildi fyrir áfengisinnflytjendur innan vébanda félagsins. Sjónarmið FA fengu talsverða athygli og var félagið af sumum sakað um að leggjast gegn breytingum í frelsisátt, en FA rökstuddi á móti að tillögur félagsins snerust um að ganga lengra í átt til frjálsræðis en flutningsmenn frumvarpsins gerðu ráð fyrir.

 

Lestu meira á atvinnurekendur.is:
– FA vill breiða endurskoðun á löggjöf um áfengi
– Frelsi á fjórum hjólum

 

RS – Vill að innlendir framleiðendur fái að auglýsa áfenga drykki.

Nýjar fréttir

13. júní 2024

Innskráning